Líbönsk kjötsúpa

Matarmikil norður-afrísk kjötsúpa, krydduð með kanel og negul. Nota má ýmislegt annað grænmeti út í súpuna.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg súpukjöt, fituhreinsað að nokkru
 1.2 l vatn
 1 laukur
 3-4 negulnaglar
 1 kanelstöng
 250 g gulrætur, skornar í bita
 2 kúrbítar, skornir í bita
 100 g strengjabaunir, skornar í bita
 4-5 tómatar, saxaðir, eða 1 dós niðursoðnir
 4 msk hrísgrjón, helst stuttkorna
 nýmalaður pipar
 3-4 msk steinselja, söxuð

Leiðbeiningar

1

Kjötið sett í pott ásamt vatninu, hitað rösklega að suðu og froða fleytt ofan af. Hitinn lækkaður. Laukurinn afhýddur, negulnöglunum stungið í hann og hann settur í pottinn ásamt kanelstönginni. Látið malla við fremur vægan hita undir loki í 35-40 mínútur. Þá er grænmetið sett út í ásamt hrísgrjónunum, kryddað með pipar og látið malla áfram í 15-20 mínútur, eða þar til grænmetið er hæfilega soðið og hrísgrjónin meyr. Laukurinn og kanelstöngin veidd upp úr, steinselju stráð yfir og súpan borin fram.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​