Léttur og litríkur lambapottréttur

Frábær réttur úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar úr apríl tölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 2×2 msk. olía
 600 g lambagúllas
 200 g skalotlaukar, skrældirog skornir til helminga
 salt
 nýmalaður pipar
 1 tsk. paprikuduft
 1 tsk. kummin
 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 3 dl vatn
 1 msk. lambakraftur
 3 paprikur, helst 3 litir, skornar íbita
 1 kúrbítur, skorinn í bita
 sósujafnari
 250 g smátómatar
 ½ dl óreganó, smátt saxað, eða 1msk. þurrkað
 ½ dl kóríander, smátt saxað

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu í stórum potti og steikiðlambakjöt og skalotlauk samanvið háan hita í 4-5 mín. eða þartil kjötið er orðið fallega brúnt.

Kryddið með salti, pipar, papriku,kummini og hvítlauk.

Bætið þávatni og lambakrafti í pottinn ogsjóðið við vægan hita í 1 klst. eðaþar til kjötið er orðið meyrt.

Steikið paprikur og kúrbít uppúr olíu á pönnu í u.þ.b. 2-3 mín.

Hellið grænmetinu í pottinn ogsjóðið í 5 mín. Bætið tómötum útí og þykkið soðið með sósujafnara.

Smakkið til með salti og pipar ogbætið loks kóríander og óreganósaman við.

Berið fram með hrísgrjónumog góðu brauði.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Guðrún Hrund

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​