Léttur og litríkur lambapottréttur

Frábær réttur úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar úr apríl tölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 2×2 msk. olía
 600 g lambagúllas
 200 g skalotlaukar, skrældirog skornir til helminga
 salt
 nýmalaður pipar
 1 tsk. paprikuduft
 1 tsk. kummin
 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 3 dl vatn
 1 msk. lambakraftur
 3 paprikur, helst 3 litir, skornar íbita
 1 kúrbítur, skorinn í bita
 sósujafnari
 250 g smátómatar
 ½ dl óreganó, smátt saxað, eða 1msk. þurrkað
 ½ dl kóríander, smátt saxað

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu í stórum potti og steikiðlambakjöt og skalotlauk samanvið háan hita í 4-5 mín. eða þartil kjötið er orðið fallega brúnt.

Kryddið með salti, pipar, papriku,kummini og hvítlauk.

Bætið þávatni og lambakrafti í pottinn ogsjóðið við vægan hita í 1 klst. eðaþar til kjötið er orðið meyrt.

Steikið paprikur og kúrbít uppúr olíu á pönnu í u.þ.b. 2-3 mín.

Hellið grænmetinu í pottinn ogsjóðið í 5 mín. Bætið tómötum útí og þykkið soðið með sósujafnara.

Smakkið til með salti og pipar ogbætið loks kóríander og óreganósaman við.

Berið fram með hrísgrjónumog góðu brauði.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Guðrún Hrund

Deila uppskrift