Léttsteiktar lambamedalíur á volgu spínatsalati með basil-pestói og spergli

Fljótlegur og girnilegur réttur úr lambafile. Uppskrift frá Úlfari Finnbjörnssyni sem birtist í klúbbablaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambafillet, fitu- og sinalaust
 salt
 nýmalaður pipar
 2 msk. olía
 3/4 poki spínat
 20 grænir sperglar, léttsoðnir
 Pestó:
 1 búnt basilíka
 3-4 hvítlauksgeirar
 2 msk. furuhnetur
 2 msk. parmesanostur
 1 dl ólífuolía
 salt
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið allt hráefnið í pestóí matvinnsluvél og maukið vel. Skerið lambafillet í 1 1/2 cm þykkar steikur. Kryddið með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 40-60 sek. á hvorri hlið. Setjið kjötið í stálskál eða pott ásamt spínati, sperglum og pestói og blandið vel saman. Setjið þá heita pönnuna yfir skálina og látið standa í 1 mín. Berið fram t.d. með bökuðum kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Stílisti: Gerður Harðardóttir Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​