Léttsteikt lamba-fillet með villisveppasósu

Hátíðaruppskrift úr jólatölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lamba-fillet með eða án fitu
 salt og nýmalaður pipar
 2 msk. olía
 100 g flúðasveppir, skornir í báta
 200 g ferskir villisveppir, skornir í báta, eða 40 g þurrkaðir, lagðir í volgt vatn í 20 mínútur
 1 dl portvín
 ½ dl brandí
 2 ½ dl rjómi
 1 tsk. nautakjötskraftursósujafnari

Leiðbeiningar

1

Saltið kjötið og kryddið með pipar og steikið upp úr olíu á öllum hliðum þar til það er orðið fallega brúnað. Takið þá kjötið og setjið í ofnskúffu.

Steikið sveppi á sömu pönnu í 2 mínútur.

Bætið portvíni og brandíi á pönnuna og sjóðið niður um ¾.

Hellið rjóma út í, bætið síðan kjötkrafti saman við og þykkið með sósujafnara.

Bragðbætið með salti og pipar.

Setjið lambakjötið inn í 180°C heitan ofn í 3 mínútur.

Takið þá kjötið úr ofninum og látið standa í 3 mínútur.

Endurtakið þangað til kjötið hefur verið samtals 12 mínútur í ofninum.

Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með sósunni og t.d. steiktum kartöflustrimlum og grænmeti.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon og Karl Petersson

Deila uppskrift