Léttsteikt lamba-fillet með villisveppasósu

Hátíðaruppskrift úr jólatölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lamba-fillet með eða án fitu
 salt og nýmalaður pipar
 2 msk. olía
 100 g flúðasveppir, skornir í báta
 200 g ferskir villisveppir, skornir í báta, eða 40 g þurrkaðir, lagðir í volgt vatn í 20 mínútur
 1 dl portvín
 ½ dl brandí
 2 ½ dl rjómi
 1 tsk. nautakjötskraftursósujafnari

Leiðbeiningar

1

Saltið kjötið og kryddið með pipar og steikið upp úr olíu á öllum hliðum þar til það er orðið fallega brúnað. Takið þá kjötið og setjið í ofnskúffu.

Steikið sveppi á sömu pönnu í 2 mínútur.

Bætið portvíni og brandíi á pönnuna og sjóðið niður um ¾.

Hellið rjóma út í, bætið síðan kjötkrafti saman við og þykkið með sósujafnara.

Bragðbætið með salti og pipar.

Setjið lambakjötið inn í 180°C heitan ofn í 3 mínútur.

Takið þá kjötið úr ofninum og látið standa í 3 mínútur.

Endurtakið þangað til kjötið hefur verið samtals 12 mínútur í ofninum.

Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með sósunni og t.d. steiktum kartöflustrimlum og grænmeti.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon og Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​