Létt kjötsúpa I

Kjötsúpa er fleira en þessi hefðbundna íslenska, þótt hún sé auðvitað alltaf góð. Þeir sem vilja léttari súpu með meira grænmeti ættu kannski að prófa þessa hér.

Pottur og diskur

Hráefni

 500g lambakjöt, fituhreinsað
 2 msk smjör eða olía
 1 lítill blaðlaukur, hreinsaður og skorinn í sneiðar
 3-4 gulrætur, skornar í sneiðar
 5-6 kartöflur, afhýddar og skornar í bita
 1.5 l heitt vatn
 1 msk súpujurtir
 0.25 tsk timjan, þurrkað
 1 lárviðarlauf
 nýmalaður pipar
 salt
 250g spergilkál, grófsaxað
 2-3 msk steinselja, söxuð

Leiðbeiningar

1

Kjötið úrbeinað og skorið niður í munnbitastærð (ekki henda beinunum). Smjörið brætt eða olían hituð í stórum potti. Blaðlaukur, gulrætur og kartöflur sett út í og látið krauma við fremur vægan hita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Kjötbitarnir settir út í ásamt beinunum og látið krauma áfram þar til kjötið er ekki lengur rautt, en það á ekki að brúnast. Heitu vatninu hellt yfir, hitað að suðu og látið sjóða í nokkrar mínútur en þá er froða fleytt ofan af. Súpujurtum, timjani, lárviðarlaufi, pipar og salti hrært saman við og látið malla við hægan hita í hálflokuðum potti í um 35 mínútur eða lengur, fer eftir því hvaða kjöt er notað. Þá er spergilkálið sett út í og látið malla í 5-6 mínútur í viðbót. Súpan smökkuð til (gott að kreista einn sítrónubát út í, en ekki meira) og beinin fjarlægð ásamt lárviðarlaufinu. Súpunni hellt í skál, steinselju stráð yfir, og borið fram.

Deila uppskrift