Langtímaeldað og grillað lambalæri með ferskum kryddjurtum og hvítlauk

Eitt vinsælasta hráefnið á grillið er án efa íslenska lambakjötið. Það er bragðgott, mátulega feitt og svo er líka auðvelt að grilla það. Það er alltaf hægt að slá í gegn með lambakjöti sama hvert tilefnið er, það á allt-af við og verður alltaf hinn klassíski, íslenski grillmatur. Hér koma nokkrar gómsætar uppskriftir úr þessu frábæra hráefni úr maí tölublaði Gestsgjafans.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 2 msk. balsamedik
 5 tímíangreinar
 4 rósmaríngreinar
 4 óreganógreinar
 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 ½ dl ólífuolía
 ½ dl hvítvín
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1 zipp-poki sem rúmar lambalærið eða þykkur poki sem er vatnsheldur og gott að loka

Leiðbeiningar

1

Setjið lambalæri í poka ásamt öllu sem er í uppskriftinni. Setjið lærið í ofnpott og hellið 65°C heitu vatni í pottinn þar til flýtur yfir lærið. Leggið lokið á og bakið í 65°C heitum ofni í 24 klst.

Takið lærið úr pokanum og látið allan vökva renna vel af því. Hellið safanum úr pokanum í pott. Penslið lærið með olíu og saltið. grillið lærið á meðalheitu grilli í 10-15 mín. eða þangað til það er orðið fal-lega brúnað á öllum hliðum. Dreifið þá kryddhjúpnum yfir allt lærið og látið standa í 7-10 mín. áður en það er borið fram.

2

Kryddhjúpur:

3

3 msk. olía
1 msk. tímíanlauf
1 msk. rósmarínnálar, smátt saxaðar
1 msk. óreganó, smátt saxað
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1½ tsk. salt

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

4

Lambasósa:

5

soð úr pokanum
vatn
lambakraftur
sósujafnari
kalt smjör í teningum
salt og nýmalaður pipar

Soðið úr pokanum og vatn í pott þannig að heildarmagnið verði u.þ.b. 5-6 dl. Hleypið suðunni upp, bætið lambakrafti út í og þykkið með sósu-jafnara. takið þá pottinn af hellunni og bætið smjöri saman við. Hrærið þar til smjörið er bráðið og smakkið til með salti og pipar. Eftir það má sósan ekki sjóða.

6
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift