Langsagað lambalæri með jógúrtkryddlegi
Hér er uppskrift af grilluðu langsöguðu lambalæri með jógúrtkryddlegi sem birtist í grillblaði Gestgjafans 2008. Höfundur er Úlfar Finnbjörnsson.
- 5
Hráefni
1 lambalæri, án lykilbeins og sagað eftir endilöngu
Jógúrtkryddlögur:
2 dl jógúrt, hreint
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 msk. engiferrót, smátt söxuð
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. kummin
1 tsk. kóríanderfræ, steytt
½ tsk. kardimommur, steyttar
½ tsk. salt
3 msk. mynta, smátt söxuð
Leiðbeiningar
1
Setjið allt í skál og blandið vel saman. Veltið lambinu upp úr kryddleginum og geymið í kæli í 2-12 klst.
Strjúkið megnið af kryddleginum af kjötinu og grillið á meðalheitu grilli í 25-30 mín. Snúið kjötinu reglulega. Berið kjötið fram með t.d. grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Gerður Harðardóttir