LambaWOK – með chilli og koríander

LambaWOK – með chilli og koríander
Pottur og diskur

Hráefni

 4 lamba skankar
 Court kjötkraftur
 1 laukur
 1 gulrót
 1 sítróna
 5 lítrar vatn
 1 msk salt
 2 msk ýmiss konar þurrt krydd , t.d. kardimommur, karrí, turmerik, kanill, engifer, svo eitthvað sé nefnt,
 Wok
 1 pakki núðlur (250-300 gr)
 3 paprikur
 3 chillibelgir (ekki of sterkir)
 1 búnt kóríander
 1 búnt vorlaukur
 1 box snjóbaunir
 1 msk sesam fræ
 2 msk sesam olía

Leiðbeiningar

1

Brytjið grænmetið og setjið í pott. Sítrónan má fara í 4 bitum. Kryddi og salti bætt útí ásamt vatninu. Sjóðið upp á þessu.

Setjið kjötið síðan útí og sjóðið í 1-2 klst. Best er að láta kjötið kólna í soðinu.

Svona kjöt geymist í marga daga í soðinu í kæli og vel plastað. Veiðið kjötið upp úr soðinu þegar það er orðið , kalt og brytjið eða rífið niður í bita. Þannig er kjötið tilbúið til að blanda út í wok.

Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Skerið paprikur og snjóbaunir gróft niður. Vorlaukur og chillibelgir skornir fínt.

Hitið pönnuna með olíu. Byrjið á að steikja paprikuna og snjóbaunirnar, næst er kjötinu bætt útí, síðan núðlunum. Hellið sesamolíunni síðan yfir og endið á chilli, vorlauk og sesamfræjum.

Saxið kóríander yfir og berið fram.

Deila uppskrift