Lambavöðvi í eggjablöndu með mozzarellaosti

Uppskrift eftir Árna Þór Arnórsson, matreiðslumeistara sem var gestakokkur Bændadaga í Skagafirði 2013.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambavöðvi eða lambalundir
 50 g smjör
 Salt og nýmalaður svartur pipar
 2 stk egg
 1 askja rjómaostur með svörtum pipar
 1 msk ítalsk paninikrydd frá Pottagöldrum
 2 tsk paprikuduft
 100 g Ritzkex maukað í matvinnsluvél
 120 g Mozzarellaostur 12 litlar kúlur

Leiðbeiningar

1

Skerið lambavöðvana í sneiðar c.a. 60-80 g hversneið. Berjið sneiðarnar með kjöthamri. Brúnið sneiðarnar á pönnu í smjöri. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar og raðið í eldfastform. Gætið að því að sneiðarnar raðist ekki yfir hver aðra.

2

Pískið eggin og rjómaostinn saman og kryddið með paninikryddi og paprikudufti. Hellið blöndunni yfir sneiðarnar og skerið mozzarellaostinn í bita og raðið þar ofná. Stráið ritzkexinu yfir og bakið við 180°C í 10-15 mínútur fer eftir þykkt sneiðanna. Berið fram með kartöflumús og pizzasósu.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​