Lambavöðvi í eggjablöndu með mozzarellaosti
Uppskrift eftir Árna Þór Arnórsson, matreiðslumeistara sem var gestakokkur Bændadaga í Skagafirði 2013.
- 4-6
Hráefni
800 g lambavöðvi eða lambalundir
50 g smjör
Salt og nýmalaður svartur pipar
2 stk egg
1 askja rjómaostur með svörtum pipar
1 msk ítalsk paninikrydd frá Pottagöldrum
2 tsk paprikuduft
100 g Ritzkex maukað í matvinnsluvél
120 g Mozzarellaostur 12 litlar kúlur
Leiðbeiningar
1
Skerið lambavöðvana í sneiðar c.a. 60-80 g hversneið. Berjið sneiðarnar með kjöthamri. Brúnið sneiðarnar á pönnu í smjöri. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar og raðið í eldfastform. Gætið að því að sneiðarnar raðist ekki yfir hver aðra.
2
Pískið eggin og rjómaostinn saman og kryddið með paninikryddi og paprikudufti. Hellið blöndunni yfir sneiðarnar og skerið mozzarellaostinn í bita og raðið þar ofná. Stráið ritzkexinu yfir og bakið við 180°C í 10-15 mínútur fer eftir þykkt sneiðanna. Berið fram með kartöflumús og pizzasósu.