Lambatortilla – með lárperu og tómatsalsa
Nýtum afgangana, hér er hugmynd með mexikóskum brag og bragði sem vert er að skoða.
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið lauk, papriku og chilli niður eftir smekk. Setjið olíu á heita pönnu og steikið grænmeti. Steikið kjötið á grillpönnu og bætið síðan kjötinu út á grænmetið. Látið malla í 1-2 mín. Gott er að nýta uppáhaldskryddið í réttinn, eins og hver vill.
Hitið tortillur og setjið saman að vild.
Meðlæti
1 haus af lambhaga salati
Guacamole
1 lárpera (avokató)
3 msk ólífuolía
½ chilli
1 sítróna
Flysjið lárperu og skerið niður. Setjið í matvinnsluvél ásamt olíu, sítrónusafa og hrærið vel. Saltið að vild. Saxið chilli smátt niður og blandið saman við í lokin.
Jógúrtsósa
1 hrein jógúrt
½ gúrka
10 myntublöð
½ tsk kúmen
Takið kjarnann innan úr gúrkunni. Maukið allt gróflega saman í matvinnsluvél. Saltið að vild.
Tómatsalsa
4 tómatar
1 skarlottulaukur
½ chilli
1 tsk Tabasco
1 búnt kóríander – ferskt
1 msk balsamik edik
3 msk ólífuolía.
Skerið tómata smátt og setjið í skál. Saxið skarlottulauk, chilli og kóríander og blandið saman við. Bætið vökvanum útí og saltið að vild.