Lambatikkamasala – með íslensku byggi og salati

Frábær uppskrift fyrir afgangana og þegar tíminn skipti máli.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 dós tikkamasala
 1 laukur
 1 græn paprika
 6 sveppir
 Lambakjöt – t.d. afgangur af læri eða fille, lund eða annað sem til fellur

Leiðbeiningar

1

Skerið lauk, papriku og sveppi niður eftir smekk.
Steikið grænmetið vel í olíu á pönnu.
Bætið kjötinu út í og steikið í 1-2 mín.
Hellið tikka masala sósunni út í, látið malla í 3-4 mín., og saltið eftir smekk.

Deila uppskrift