Lambatartar með hvítlaukssósu

og Vesturós-osti
Lambatartar, Hnoss

Hráefni

Confit hvítlauksrif
 2- 3 hvítlaukar
 Matarolía
 salt
Tartar
 300 gr lambavöðvi, fituhreinsaður
 3 msk shalott laukur, fínt saxaður
 1 msk kapers
 1 tsk fiskisósa
 4 msk mild ólífuolía
 Vesturós ostur
Hvítlaukssósa
 4-6 confit hvítlauksrif (sjá neðar)
  4-5 dl olía
  2 msk dijon sinnep
  2 msk sítrónusafi
  ½ teningur sveppakraftur
  2 eggjarauður
  salt, ef þarf

Leiðbeiningar

1

Uppskriftina fáum við frá Fanneyju Dóru yfirkokki á veitingahúsinu Hnoss

Confit hvítlauksrif
2

Það er tilvalið að gera nóg og eiga í ísskáp. Algjört nammi ofan á ristað brauð, útí sósur, í marineringar á kjöt, fiski og grænmeti – eða eitt og sér með nasl plattanum!

3

Afhýðið hvítlauksrif og setjið í eldfast mót, hellið bragðlítilli olíu í svo fljóti yfir. Bakið við 160°C í 1 klukkustund og kælið. Geymist vel í lokaðri krukku í ísskáp.

Tilvalið að bæta við timían og fleira kryddi eftir smekk.

Tartar
4

Hreinsið lambavöðva mjög vel og skerið í teninga á stærð við græna baun. Blandið shalott lauk, kapers, fiskisósu og ólífuolíu saman við ásamt salti og nóg af nýmöluðum svörtum pipar.

5

Ekki verra ef þið eigið smávegis af þurrkuðu blóðbergi til að bæta í. Hellið
olíublöndunni yfir kjötið og hrærið vel saman, látið standa í a.m.k. 30 mín. Smakkið til með salti, pipar og fiskisósu.

Hvítlaukssósa
6

Maukið saman hvítlauk, dijon sinnep, sítrónusafa, sveppakraft og eggjarauður í matvinnsluvél eða blandara.

7

Hellið því næst olíunni í mjórri bunu rólega saman við þar til mæjónes verður til. Smakkið til með sítrónusafa og salti.

Borið fram
8

Setjið hvítlaukssósu á disk, tartarinn þar ofan á og rífið Vesturós-ost yfir. Gott að skreyta með garðakarsa eða fínt saxaðri steinselju og tilvalið að bera fram með ristuðu brauði, stökku kexi eða söltuðum kartöfluflögum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​