Lambatartar með estragon kremi
- 90 min
- 6
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjötið í grófa bita og setjið í skál ásamt salti, ólífuolíu og nýmuldum pipar og nuddið vel saman. Hakkið, eða saxið fínt með stórum hníf. Setjið í loftþétt box og kælið í a.m.k. 1 klst. áður en rétturinn er borinn fram.
Tvær eggjarauður eru lagðar varlega í blöndu af fínu salti og sykri í lofþéttu boxi, lokið og geymið yfir nótt í kæli, gott að þurrka þær síðan við lágan hita í nokkrar klukkustundir eða þar þær eru til þurrar. Rífið niður með rifjárni og stráið yfir réttinn. Ath hér má notast við eldaðar ferskar eggjarauður í staðinn sem er auðvitað mun fljótlegra.
Fransbrauð er skorið í örsmáa bita og sett í eldfast mót ásamt bráðnu smjöri og bakað við 150°C þar til gullinbrúnt.
Setjið 40 ml af olíunni og estragon í matvinnsluvél og maukið í 2 mínútur, því næst er eggjum, dijon sinnepi og sítrónusafa bætt við, maukið áfram og hellið samtímis restinni af olíunni saman við. Smakkið til með salti og kælið fyrir notkun.