Lambasteikur á rösti-kartöflum með rauðlauks- og bláberjasultu

Tilvalið að nota ferskt og nýtt kjöt á haustin ásamt nýtýndum berjum,

Pottur og diskur

Hráefni

 8 x 100 g steikur úr innlæri eða öðrum lambavöðva
 2 msk. olía
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Steikið lambasteikur í olíu á meðalheitri pönnu í 1-2 mín. á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar.

2

Rösti-kartöflur

3

500-600 g kartöflur, rifnar með rifjárni
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1-2 msk. rósmarínnálar
salt og nýmalaður pipar
1 dl olía

Kreistið allan safa úr rifnum kartöflum og blandið hvítlauk, rósmaríni, salti og pipar saman við þær.

Hitið ½ dl af olíu á pönnu og steikið kartöflublönduna í 5 mín. við meðalhita eða þar til þær eru orðnar fallega gullinbrúnar.

Snúið þá kartöflunum við og bætið afganginum af olíunni á pönnuna, steikið í 5 mín. til viðbótar.

Færið kartöflukökuna yfir í ofnskúffu og bakið í 180°C heitum ofni í 10 mín.

Skerið kartöflukökuna í sneiðar og berið fram með lambasteikum, rauðlauks- og bláberjasultu og blönduðu grænmeti.

4

Rauðlauks- og bláberjasulta

5

2 rauðlaukar, skornir í báta
2 msk. olía
2-3 msk. sykur
½ tsk. tímían
1 lárviðarlauf
1 dl balsamedik
1 ½ dl bláber
salt og ny´malaður pipar

Steikið lauk í olíu á pönnu í 2 mín. og gætið þess að hann brenni ekki.

Bætið sykri á pönnuna og látið krauma í 2 mín.

Setjið tímían, lárviðarlauf og balsamedik saman við og sjóðið þar til vökvinn fer að þykkna.

Bætið bláberjum á pönnuna og látið krauma í 1 mín.

Smakkið til með salti og pipar.

6
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift