Lambasteik með lakkrís

byggi, klettasalati, tómötum og granateplum

Uppskrift Gísla Einarssonar úr keppninni "kvöldmatur á korteri".

Lamb, lakkríssósa og bygg

Hráefni

Lambasteik
 600 gr lamba mínútusteik
 1 tsk sjávarsalt
 1/2 tsk svartur pipar
 2 tsk. blóðberg (eða timían)
 1 tsk paprika
 1/4 tsk rauður chili pipar
 1 tsk hvítlauksduft
 olía til steikingar
 smjör til steikngar
Bygg
 1 dl perlubygg 2 1/2 dl vatn 1 stk grænmetisteningur
  2 1/2 dl vatn
  1 stk grænmetisteningur
Lakkríssósa
  1/2 lítri lambasoð (vatn og einn lambateningur)
 1 poki lakkrísreimar
Salat með
 1 poki klettasalat
 1 appelsína
 6 litlir tómatar í mismunandi litum
 1 granatepli
 1 msk rifinn parmesan

Leiðbeiningar

Lambasteik
1

Blandið kryddunum saman í skál og kryddið vel. Hitið olíu á pönnu.

Steikið í um  3 – 4 mín á hvorri hlið, og bætið smjöri við í lokin og leyfið að freyða vel á pönnunni. – Kjötið á að brúnast vel, en ekki eldast í gegn. Látið standa í nokkrar mínútur eftir steikingu.

 

Bygg
2

Setjið vatn, bygg og grænmetistening í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 15 mínútur

Lakkríssósa
3

 

Hitið soð í potti. Skerið lakkrímsreimarnar í pínulitla bita og setjíð út í pottinn. Hrærið þar til lakkrísinn leysist alveg upp.

Salat
4

Setjið klettasalat á disk. Skerið tómata í tvennt, takið 10 – 15 fræ úr granatepli, skrælið og rífið appelsínuna í tægjur og setjið allt þetta, ásamt rifnum parmesan ofan á klettasalatið.

Deila uppskrift