Lambasteik
með sveppasósu og afgangs grænmeti
Keppnisréttur Guðrúnar Helgu Hafliðadóttur úr "kvöldmatur á korteri"
- 2

Hráefni
Lambið
400 gr Lambakjöt, þunnar sneiðar
salt
olía
Sveppasósa
Flúða kastaníusveppir
Olía
Smjör
Laukur, skorinn
Sherry edik
Vatn
Rjómi
Soja sósa
Afgangs grænmeti
Það sem finnst í ísskápnum?
Leiðbeiningar
Lambið
1
Byrjið á að salta lambið á báðum hliðum og steikja í olíu í um 3-4 mín á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið til hliðar undir stykki, eða álpappír.
Sveppasósa
2
Skerið sveppi og steikið á pönnunni, fyrst í olíu og bætið svo smjöri við og lauk. Látið krauma í 2 mín og setjið svo pínu edik, svo smá vatn og svo rjóma á pönnuna. Sjóðið hratt svo sósan þykkni, smakkið til með ögn af sojasósu og takið svo af pönnunni.
Afgangs grænmeti
3
Finnið afgangs grænmeti í ísskápnum, hitið á pönnu og berið fram með réttinum.