Lambaskankar

Uppskriftin er úr Grillblaði Gestgjafans vorið 2014. Umsjón: Theódór Smith  Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir  Myndir: Ernir Eyjólfsson

Pottur og diskur

Hráefni

 4 lambaskankar
 1 ½ lítri lambasoð
 1 laukur
 3 gulrætur
 10 greinar af tímíani
 2 dl rauðvín
 ólífuolía
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að setja lambaskankana í eldfast mót. Skerið grænmetið í bita og setjið í mótið líka ásamt tímíangreinunum, rauðvíninu og lambasoðinu.

2

Eldið í ofni í u.þ.b. 10-15 klukkustundir á 70°C. Þegar lambaskankarnir eru tilbúnir eru þeir penslaðir með olíu og bragðbættir með salti og pipar. Grillið því næst skankana á heitu grilli í 2 mín. á hvorri hlið.

3

Einnig er hægt að einungis grilla skankana. Þá er þeim vafið inn í álpappír og þeir grillaðir á meðalhita í 1-2 klst.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Theódór Smith Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​