Lambasamloka „mojito“

Lambasamloka „mojito“
Pottur og diskur

Hráefni

 4 langlokubrauð, skorin til helminga eftir endilöngu olía
 500 g lambalundir eða annað gott lamba- eða kindakjöt, sinalaust
 salt og nýmalaður pipar
 1 lárpera, skræld og steinlaus, skorin í báta
 ½ kúrbítur, skorinn í lengjur
 100 g sveppir, skornir í þykkar sneiðar
 ½ poki blandað salat

Leiðbeiningar

1

Penslið langlokubrauð með olíu og steikið á grillpönnu eða venjulegri pönnu þar til þau eru orðin gullinbrún.

Bankið lambalundir með buffhamri þannig að þær verði u.þ.b. 1 cm á þykkt.

Penslið lundirnar með olíu og kryddið þær með salti og pipar.

Steikið þær síðan á vel heitri pönnu í 40 sek. á hvorri hlið.

Veltið lárperu, kúrbít og sveppum upp úr olíu og steikið á sömu pönnu í 1-2 mín.

Raðið kjötinu, grænmetinu og salati á brauðið og hellið mojito-vinaigrette yfir.

2

Mojito-vinaigrette

3

3 msk. mynta, smátt söxuð rifinn börkur og safi af 1 límónu
¾ dl olía
1 tsk. hunang
1-2 tappar romm (má sleppa)
salt og nýmalaður

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​