Lambasamloka „mojito“
Lambasamloka „mojito“
- 1
Hráefni
4 langlokubrauð, skorin til helminga eftir endilöngu olía
500 g lambalundir eða annað gott lamba- eða kindakjöt, sinalaust
salt og nýmalaður pipar
1 lárpera, skræld og steinlaus, skorin í báta
½ kúrbítur, skorinn í lengjur
100 g sveppir, skornir í þykkar sneiðar
½ poki blandað salat
Leiðbeiningar
1
Penslið langlokubrauð með olíu og steikið á grillpönnu eða venjulegri pönnu þar til þau eru orðin gullinbrún.
Bankið lambalundir með buffhamri þannig að þær verði u.þ.b. 1 cm á þykkt.
Penslið lundirnar með olíu og kryddið þær með salti og pipar.
Steikið þær síðan á vel heitri pönnu í 40 sek. á hvorri hlið.
Veltið lárperu, kúrbít og sveppum upp úr olíu og steikið á sömu pönnu í 1-2 mín.
Raðið kjötinu, grænmetinu og salati á brauðið og hellið mojito-vinaigrette yfir.
2
Mojito-vinaigrette
3
3 msk. mynta, smátt söxuð rifinn börkur og safi af 1 límónu
¾ dl olía
1 tsk. hunang
1-2 tappar romm (má sleppa)
salt og nýmalaður
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson