Ítalskt lambaragú

með pappardelle pasta
lamabaragú með pappardelle pasta

Hráefni

 1 kg lambabógur, úrbeinaður og skorinn í grófa bita
 2 msk. hveiti
 60 ml ólífuolía
 1 laukur, skorinn í sneiðar
 2 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar
 250 ml rauðvín, þurrt
 500 ml nautasoð
 250 ml vatn
 400 g kirsuberjatómatar, í dós
 3 lárviðarlauf
 2 msk. tómatpúrra
 1 tsk. sykur
 400 g pappardelle pasta, eða annað sambærilegt pasta
 u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 ½ hnefafylli basilíkulauf
 parmesanostur, til að bera fram með

Leiðbeiningar

1

Hitið ofn í 180°C.

2

Þerrið kjötið og sáldrið yfir það hveiti.

3

Hitið 2 msk. af olíu í stórum þykkbotna potti sem til er lok á og má fara inn í ofn, hafið á háum hita.

4

Steikið kjötið í skömmtum í 1-2 mín. á hverri hlið eða þar til kjötið er brúnað. Takið af hitanum og setjið kjötið á disk til hliðar.

5

Lækkið undir pottinum og setjið restina af olíunni í pottinn, steikið lauk og hvítlauk í 5-6 mín.

6

Hækkið aftur undir pottinum og hellið rauðvíni út í, notið trésleif til að skrapa skófirnar á pottinum. Látið malla í 3-4 mín. eða þar til vökvinn hefur soðið niður til helminga.

7

Setjið nautasoð, vatn, kirsuberjatómata, lárviðarlauf, tómatpúrru og sykur í pottinn og hrærið vel saman.

8

Bætið kjötinu saman við, setjið á lok og eldið inn í ofni í 1 ½ – 2 klst.

9

Fjarlægið lokið og eldið áfram í 20-30 mín.

10

Takið kjötið úr sósunni og rífið það niður með gaffli, fjarlægið alla fitu, bætið kjötinu aftur saman við sósuna, setjið til hliðar.

11

Sjóðið pastað í söltuðu vatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, eða þar til er al dente. Hellið vatni frá og blandið pastanu saman við kjötsósuna.

12

Bragðbætið með salti og pipar. Sáldrið basilíkulaufum yfir og berið fram með parmesanosti.

Deila uppskrift