Lambapottur með tómötum og kartöflum
Hér er allt soðið í einum potti - lambakjöt, kartöflur og bragðmikil sósa.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Kjötið e.t.v. fitu- og beinhreinsað og skorið í minni bita. Olían hituð í þykkbotna potti og kjötið brúnað nokkuð vel en síðan tekið upp með gataspaða og sett á disk. Laukurinn og hvítlaukurinn settur í pottinn og látinn krauma við meðalhita í nokkrar mínútur, þar til hann er mjúkur. Þá er kjötið sett aftur í pottinn og síðan tómatar, sellerí, safinn úr sítrónunni, oregano og timjan. Soði eða vatni hellt yfir, hitað að suðu og kryddað með pipar og salti. Látið malla við hægan hita í lokuðum potti í um 45 mínútur en þá eru kartöflurnar afhýddar og þeim bætt í pottinn. Svolitlu vatni bætt út í ef þarf. Látið malla áfram í 20-25 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru vel meyrar.