Lambapottur með sveppum

Gómsætur en tiltölulega einfaldur pottréttur sem ætti að duga handa a.m.k. 10 manns. Auðvitað má líka minnka uppskriftina um helming eða meira.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 kg lambakjöt, t.d. framhryggur
 hveiti
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk. olía
 100 g beikon
 1 kg sveppir
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 6 dl vatn
 1-2 súputeningar
 2 msk. rauðvínsedik
 2 lárviðarlauf
 1 tsk. tímían
 1 kg kartöflur, afhýddar og skornar í stóra bita
 sósujafnari

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 18°C. Beinhreinsið kjötið og skerið það í bita; hreinsið e.t.v. eitthvað af fitunni burt. Veltið því upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti. Hitið olíuna í víðum potti eða á stórri pönnu með loki og brúnið kjötið vel á öllum hliðum við góðan hita. Takið það svo upp með gataspaða og setjið á disk. Skerið beikonið í bita og bætið því á pönnuna. Steikið í 2-3 mínútur og setjið svo sveppi og hvítlauk á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur í viðbót. Setjið þá kjötið aftur á pönnuna ásamt vatni, súputeningum, ediki, lárviðarlaufi, tímíani og kartöflum. Hitið að suðu og leggið svo lok yfir, setjið pottinn í ofninn og steikið í 45-60 mínútur, eða þar til kjötið er meyrt í gegn. Þykkið sósuna þá með sósujafnara og berið fram.

2

3

Ef ekki á að bera réttinn fram strax má kæla hann eftir að hann hefur verið tekinn úr ofninum, hita hann svo vel upp og þykkja sósuna.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​