Lambapottur með sveppum

Gómsætur en tiltölulega einfaldur pottréttur sem ætti að duga handa a.m.k. 10 manns. Auðvitað má líka minnka uppskriftina um helming eða meira.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 kg lambakjöt, t.d. framhryggur
 hveiti
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk. olía
 100 g beikon
 1 kg sveppir
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 6 dl vatn
 1-2 súputeningar
 2 msk. rauðvínsedik
 2 lárviðarlauf
 1 tsk. tímían
 1 kg kartöflur, afhýddar og skornar í stóra bita
 sósujafnari

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 18°C. Beinhreinsið kjötið og skerið það í bita; hreinsið e.t.v. eitthvað af fitunni burt. Veltið því upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti. Hitið olíuna í víðum potti eða á stórri pönnu með loki og brúnið kjötið vel á öllum hliðum við góðan hita. Takið það svo upp með gataspaða og setjið á disk. Skerið beikonið í bita og bætið því á pönnuna. Steikið í 2-3 mínútur og setjið svo sveppi og hvítlauk á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur í viðbót. Setjið þá kjötið aftur á pönnuna ásamt vatni, súputeningum, ediki, lárviðarlaufi, tímíani og kartöflum. Hitið að suðu og leggið svo lok yfir, setjið pottinn í ofninn og steikið í 45-60 mínútur, eða þar til kjötið er meyrt í gegn. Þykkið sósuna þá með sósujafnara og berið fram.

2

3

Ef ekki á að bera réttinn fram strax má kæla hann eftir að hann hefur verið tekinn úr ofninum, hita hann svo vel upp og þykkja sósuna.

Deila uppskrift