Lambapottur með apríkósusósu
Þetta er norður-afrískur réttur og eiginlega ætti að elda hann í tagine, leirpotti með keilulaga loki. En það er alveg hægt að matreiða hann í venjulegum potti líka.
- 4
Leiðbeiningar
Apríkósurnar lagðar í bleyti í nokkrar klukkustundir en síðan soðnar í um 15 mínútur og svo settar í matvinnsluvél og maukaðar, eða þrýst gegnum sigti. Kjötið skorið í teninga, meðalstóra. Olían hituð og kjötið og laukurinn látið krauma í henni í nokkrar mínútur við fremur vægan hita; kjötið á ekki að brúnast, aðeins að breyta lit. Apríkósumaukinu, möndlum og öllu kryddinu bætt út í og látið malla við mjög vægan hita undir loki í um 1½ klst, eða þar til kjötið er mjög meyrt. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef þarf svo að sósan brenni ekki við. Borið fram með hrísgrjónum.