Lambapottréttur með ólífum

Einfaldur og auðveldur pottréttur úr lambakjöti. Hér er notuð blanda af kjötsoði og mysu eða hvítvíni en einnig mætti nota soð eingöngu og bragðbæta sósuna þá e.t.v. með dálitlum sítrónusafa.

Pottur og diskur

Hráefni

 7-800 g lambakjöt, beinlaust
 100 g beikon
 2 laukar, stórir
 2 hvítlauksgeirar
 1-2 tsk salvía, þurrkuð
 2 msk tómatkraftur (paste)
 0.5 l kjötsoð, eða vatn og lambakjötskraftur
 0.5 l mysa eða hvítvín
 nýmalaður pipar
 salt
 250 g sveppir
 100 g grænar ólífur, steinlausar
 sósujafnari

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í gúllasbita og beikonið í litla bita. Laukurinn skorinn í sneiðar og hvítlaukurinn saxaður smátt. Allt sett í pottinn ásamt salvíu og tómatkrafti. Kjötsoði og mysu hellt yfir. Hitað að suðu. Kryddað með pipar og salti og látið sjóða við hægan hita í um hálftíma. Sveppirnir skornir í sneiðar og settir út í ásamt ólífunum. Látið malla í 20-30 mínútur í viðbót. Sósan smökkuð og þykkt með sósujafnara (eða hveitihristingi). Borið fram t.d. með soðnum kartöflum.

Deila uppskrift