Lambapottréttur með kjúklingabaunum

Þessi gómsæti pottréttur inniheldur kjúklingabaunir sem eru lagðar í bleyti daginn áður en það er reyndar líka hægt að nota niðursoðnar  baunir og þá eru þær settar út í um leið og kartöflurnar.

Pottur og diskur

Hráefni

 200 g kjúklingabaunir
 1 kg lambaframhryggur eða súpukjöt
 hveiti
 nýmalaður pipar
 salt
 3 msk. ólífuolía
 2 laukar, saxaðir fremur smátt
 0.5 l vatn
 1 msk. fersk mintulauf eða 1 tsk. þurrkuð
 1 msk. paprikuduft
 2 tsk. túrmerik
 600 g kartöflur
 0.5 sítróna
 sósujafnari

Leiðbeiningar

1

Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti í hálfan til einn sólarhring. Hellið vatninu af þeim og skolið þær. Fituhreinsið kjötið e.t.v. eitthvað. Skerið kjötbitana í sundur ef þeir eru mjög stórir. Veltið þeim upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti. Hitið olíuna í þykkbotna potti og brúnið kjötið vel á öllum hliðum. Lækkið hitann dálítið, bætið lauknum í pottinn og látið krauma í nokkrar mínútur. Bætið þá baununum í pottinn ásamt kryddinu. Hellið vatninu yfir, hitið að suðu, leggið lok yfir og látið malla í um 45 mínútur. Flysjið kartöflurnar, skerið þær í teninga, 2-3 sm á kant, og setjið út í. Kreistið safann úr sítrónunni og hrærið saman við. Látið malla í um 15 mínútur í viðbót, eða þar til kartöflurnar eru meyrar og kjötið og baunirnar einnig. Þykkið sósuna ögn með sósujafnara og bragðbætið með pipar og salti eftir smekk. Berið fram með góðu brauði.

Deila uppskrift