Lambapottréttur með chili & hnetusmjöri frá Norður-Afríku

Þessi girnilega uppskrift er eftir Yesmine Olsson úr bókum hennar "Framandi og freistandi"

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g magurt lambakjöt
 2 laukar grófskornir
 1 rauð papríka gróft skorin
 1 gul papríka gróft skorin
 safi úr ½ sítrónu
 ½ blómkálshaus brytjaður gróft
 1 stór gulrófa skorin gróft
 3-4 gulrætur
 2 lárviðarlauf
 ½ dl ólífuolía
 10 msk hnetusmjör
 2-3 rauðir chili fræhreinsaðir eða með fræjum ef rétturinn á að vera sterkari
 2 dósir hakkaðir tómatar
 4 dl vatn
 2½ msk tómatmauk (puré)
 1 teningur lambakraftur
 tabascosósa eftir smekk
 2 tsk arómat

Leiðbeiningar

1

Grófskerið laukana og allt grænmetið. Hitið olíuna og brúnið lambið ásamt lauknum í stórum potti þar til gullinbrúnt. Bætið grænmetinu út í ásamt vatninu, tómötunum og lárviðarlaufunum, lækkið hitann. Bætið við tómatmauki og hnetusmjöri og myljið lambakraftinn út í. Passið að hræra stöðugt í pottinum. Smakkað til með sítrónu, arómati og tabascosósunni.

Látið sjóða í um 40-60 mín. Hrærið reglulega í pottinum alveg niður í botn.

Borið fram með brúnum hrísgrjónum.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​