Lambapottréttur með chili & hnetusmjöri frá Norður-Afríku

Þessi girnilega uppskrift er eftir Yesmine Olsson úr bókum hennar "Framandi og freistandi"

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g magurt lambakjöt
 2 laukar grófskornir
 1 rauð papríka gróft skorin
 1 gul papríka gróft skorin
 safi úr ½ sítrónu
 ½ blómkálshaus brytjaður gróft
 1 stór gulrófa skorin gróft
 3-4 gulrætur
 2 lárviðarlauf
 ½ dl ólífuolía
 10 msk hnetusmjör
 2-3 rauðir chili fræhreinsaðir eða með fræjum ef rétturinn á að vera sterkari
 2 dósir hakkaðir tómatar
 4 dl vatn
 2½ msk tómatmauk (puré)
 1 teningur lambakraftur
 tabascosósa eftir smekk
 2 tsk arómat

Leiðbeiningar

1

Grófskerið laukana og allt grænmetið. Hitið olíuna og brúnið lambið ásamt lauknum í stórum potti þar til gullinbrúnt. Bætið grænmetinu út í ásamt vatninu, tómötunum og lárviðarlaufunum, lækkið hitann. Bætið við tómatmauki og hnetusmjöri og myljið lambakraftinn út í. Passið að hræra stöðugt í pottinum. Smakkað til með sítrónu, arómati og tabascosósunni.

Látið sjóða í um 40-60 mín. Hrærið reglulega í pottinum alveg niður í botn.

Borið fram með brúnum hrísgrjónum.

Deila uppskrift