Lambanýru í sinnepssósu

Oft fer vel á því að hafa sterka sósu með innmat eins og t.d. lambanýrum. Einungis þarf að gæta þess að elda nýrun ekki of lengi - þau þurfa stutta eldun.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambanýru
 100 g smjör, lint
 2 msk grófkorna sinnep
 1 tsk sítrónusafi
 1 skalottlaukur, saxaður smátt
 200 ml hvítvín
 2-3 msk steinselja, söxuð

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 170 gráður. Nýrun himnuhreinsuð og skorin í tvennt eftir endilöngu. Helmingurinn af smjörinu bræddur á pönnu og nýrun steikt við fremur vægan hita í 1½-2 mínútur á hvorri hlið en síðan stungið í ofninn í um 5 mínútur. Á meðan er afgangurinn af smjörinu hrærður með sinnepinu og sítrónusafanum. Nýrun tekin af pönnunni með gataspaða, sett á hitað fat og haldið heitum. Pannan sett aftur á helluna og laukurinn látinn krauma í 3-4 mínútur en þá er víninu hellt yfir, hitinn hækkaður og vínið soðið niður um helming. Sinnepssmjörinu hrært saman við í smáklípum. Að lokum er steinseljunni hrært saman við og sósunni hellt yfir nýrun. Borið fram strax.

Deila uppskrift