Lambanýru í Drambuie-sósu

Lambanýru þykja víða sælgæti og það eru ekki síst Bretar sem hafa dálæti á þeim. Þessi uppskrift er skosk að uppruna.

Pottur og diskur

Hráefni

 12-16 lambanýru
 nýmalaður pipar
 salt
 75 g smjör
 1 laukur, saxaður smátt
 50 g beikon, skorið í litla bita
 1 tsk sykur
 2 msk hvítvínsedik
 100 ml Drambuie
 200 ml kjötsoð (eða vatn og súputeningur)
 1 tsk dijonsinnep

Leiðbeiningar

1

Nýrun skorin í helminga, himnudregin og hreinsuð. Krydduð með pipar og salti. 50 g af smjörinu brædd á pönnu og nýrun steikt í um 2 mínútur á hvorri hlið við góðan hita. Tekin af pönnunni með gataspaða og haldið heitum en söxuðum lauk og beikoni bætt á pönnuna og steikt í 1-2 mínútur. Sykri og ediki bætt á pönnuna og steikt áfram við nokkuð góðan hita þar til laukurinn er farinn að brúnast. Drambuie hellt yfir og látið sjóða rösklega niður. Síðan er soðinu bætt á pönnuna ásamt sinnepi, látið sjóða ögn og smakkað til með pipar og salti. Að lokum er 25 g af smjöri hrært saman við og nýrun sett aftur út í. Borið fram t.d. með soðnum kartöflum eða pönnusteiktum eplum eða perum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​