Lambamínútusteik
- 30 mín
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Þunnt skorið lambakjöt af ýmsum bitum hentar hér vel. Blandið ólífuolíu, hvítlauk og sítrónuberki saman í lítilli skál. Þerrið kjötið og setjið á fat. Hellið kryddleginum yfir og nuddið vel yfir allt kjötið.
Hitið pönnu eða grill og hafið á háum hita. Saltið og steikið kjötið í 1-2 mín. á hvorri hlið, eða eftir smekk.
Kryddið með nýmuldum pipar, setjið kjötið yfir á bretti með álpappír yfir og látið hvíla í a.m.k. 5 mín. áður en það er borið fram með grænpiparmajo, stökkum kartöflum og kremuðu salati ásamt sítrónu til að kreista yfir ef vill.
Setjið skalotlauk, ½ tsk. af salti og edik í skál og hrærið saman, látið standa við stofuhita í 15 mín.
Blandið sýrðum rjóma og ólífuolíu saman við ásamt 2 msk. af graslauk.
Rífið salatið gróft niður, þvoið og þerrið það vel. Setjið í skál og blandið saman við ½ tsk. af salti og svörtum pipar. Blandið sítrónusafa saman við salatið og setjið það yfir á disk.
Dreypið sósunni yfir salatið rétt áður en það er borið fram og sáldrið yfir restinni af graslauknum.
Saxið helminginn af piparnum og hrærið allan piparinn saman við majones, jógúrt og hunang. Smakkið til með salti og sítrónusafa.