Lambamínútusteik

með stökkum kartöflum og kremuðu salati
lambamínútusteik með stökkum kartöflum

Hráefni

Lambamínútusteik
 800-900 g lambamínútusteik
 2 msk. ólífuolía
 2 hvítlauksgeirar, kramdir
 ½ sítróna, börkur rifinn fínt
 u.þ.b. ¼ tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ⅛ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 1 uppskrift kremað salat
 400 g franskar, steiktar eða aðrar kartöflur ef vill
 ¼ sítróna, skorin í báta
Kremað salat
 1 skalotlaukur, saxaður smátt
 ½ tsk. sjávarsalt
 1 msk. rauðvínsedik
 3 msk. sýrður rjómi 18%
 150 ml ólífuolía
 4 msk. graslaukur, skorinn fínt
 1 romain salat, einnig hægt að nota jöklakál
 ¼ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 ½ sítróna, safi

Leiðbeiningar

Lambamínútusteik
1

Blandið ólífuolíu, hvítlauk og sítrónuberki saman í lítilli skál.

2

Þerrið kjötið og setjið á fat. Hellið kryddleginum yfir og nuddið vel yfir allt kjötið.

3

Hitið pönnu og hafið á háum hita. Steikið kjötið í 1-2 mín. á hvorri hlið, eða eftir smekk.

4

Sáldrið salti og pipar yfir, setjið kjötið yfir á bretti með álpappír yfir og látið hvíla í a.m.k. 5 mín. áður en það er borið fram.

5

Setjið steikina á disk og berið fram með stökkum kartöflum og kremuðu salati ásamt sítrónu til að kreista yfir ef vill.

Kremað salat
6

Setjið skalotlauk, ½ tsk. af salti og edik í skál og hrærið saman, látið standa við stofuhita í 15 mín.

7

Blandið sýrðum rjóma og ólífuolíu saman við ásamt 2 msk. af graslauk.

8

Rífið salatið gróflega niður, þvoið og þerrið það vel. Setjið í skál og blandið saman við ½ tsk. af salti og svörtum pipar.

9

Blandið sítrónusafa saman við salatið og setjið það yfir á disk.

10

Dreypið sósunni yfir salatið rétt áður en það er borið fram og sáldrið yfir restinni af graslauknum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​