Lambalundir með trönuberjum, kartöflumús og gulrótum
Í þessum rétti notast ég við týtuber sem oftast eru notuð í eftirrétti og fleira sætt en passa einnig mjög vel með léttri villibráð eins og lambið okkar er. Frábær samsetning. Einnig má nota aðrar tegundir af berjum eins og bláber eða rifsber.
- 4
Hráefni
800 g lambalundir
salt og pipar
örlítil olía
100 g trönuber
2 msk. flórsykur
1 msk. eplaedik
1 tsk. tímían
Leiðbeiningar
1
Hitið pönnu vel. Setjið trönuber, sykur og edik í matvinnsluvél og blandið þar til það verður að mauki. Því næst eru lundirnar steiktar í 4 mín. á hvorri hlið með tímíanu í pönnunni líka. Þegar lundirnar eru tilbúnar er maukið sett yfir kjötið og því velt aðeins. Gott að bera fram með kartöflumús, gulrótum og lauk.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Myndir: Aldís Pálsdóttir Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir