Lambalundir með apríkósu-hoisinsósu

Lambalundir með apríkósu-hoisinsósu
Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambalundir eða kindalundir
 6 msk apríkósusulta
 3 msk hoisinsósa
 2 msk tómatsósa
 1 msk rifinn engifer
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Lambalundirnar skornar í mjóar ræmur eftir endilöngu. Allt hitt hrært vel saman í skál og síðan er kjötið sett út í og blandað vel. Látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir. Þá er grillið hitað. Lundirnar þræddar upp á teina (látnar hlykkjast í S-lögun) og síðan settar á grillið og grillaðar við háan hita í um 2 mínútur á hvorri hlið. Bornar fram sem forréttur, aðalréttur eða sem pinnamatur á hlaðborði. Þá má hræra meiri sósu úr sama hráefni og notað var í kryddlöginn og bera fram með sem ídýfu.

Deila uppskrift