Lambalundir í teriaky-sósu með sesamfræjum

Óhætt er að segja að íslenskt lambakjöt sé ein besta afurð sem okkur stendur til boða hér á landi. Það er einstaklega bragðgott og auðvelt að meðhöndla það og matreiða. Hægt er að elda lambakjöt á ótal vegu og uppskriftirnar hér sýna vel hversu einfalt er að elda fjölbreytta og spennandi rétti úr lambakjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambalundir, snyrtar
 1 dl teriaky-sósa
 2 litlir rauðlaukar, skornir
 1 fennel, skorið
 1 rauð paprika, skorin
 3 msk. sesamfræ
 2 vorlaukar, saxaðir smátt
 salt og pipar
 grillpinnar

Leiðbeiningar

1

Veltið lambalundunum upp úr teriaky-sósunni. Hitið grillið eða ofninn í 190°C. Takið pinnana og þræðið lundir og grænmeti upp á þá til skiptis. Stráið sesamfræjum yfir og grillið í 4-5 mín. á hvorri hlið eða þar til kjarnhiti hefur náð 56°C. Þá eru pinnarnir teknir af og leyft að hvíla í 3-4 mín. Stráið vorlauknum loks yfir og njótið með íslenskum kartöflum og teriaky-sósu.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Heiða Helgadóttir

Deila uppskrift