Lambalundir í teriaky-sósu með sesamfræjum

Óhætt er að segja að íslenskt lambakjöt sé ein besta afurð sem okkur stendur til boða hér á landi. Það er einstaklega bragðgott og auðvelt að meðhöndla það og matreiða. Hægt er að elda lambakjöt á ótal vegu og uppskriftirnar hér sýna vel hversu einfalt er að elda fjölbreytta og spennandi rétti úr lambakjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambalundir, snyrtar
 1 dl teriaky-sósa
 2 litlir rauðlaukar, skornir
 1 fennel, skorið
 1 rauð paprika, skorin
 3 msk. sesamfræ
 2 vorlaukar, saxaðir smátt
 salt og pipar
 grillpinnar

Leiðbeiningar

1

Veltið lambalundunum upp úr teriaky-sósunni. Hitið grillið eða ofninn í 190°C. Takið pinnana og þræðið lundir og grænmeti upp á þá til skiptis. Stráið sesamfræjum yfir og grillið í 4-5 mín. á hvorri hlið eða þar til kjarnhiti hefur náð 56°C. Þá eru pinnarnir teknir af og leyft að hvíla í 3-4 mín. Stráið vorlauknum loks yfir og njótið með íslenskum kartöflum og teriaky-sósu.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Heiða Helgadóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​