Lambalundir á sítrónugrasi með satay-sósu og mangósalati

Lambakjöt er hátíðamatur og hægt að bera fram á ýmsa vegu.  Uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í hátíðarblaði Gestgjafans í desember 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambalundir, skornar í 2 cm bita
 8 sítrónugrös
 8 msk. satay-sósa

Leiðbeiningar

1

Tálgið mjóan odd á sítrónugrös og raðið bitum af lambalundum á þau.

Penslið kjötið með satay-sósu og geymið við stofuhita í 1 klst.

Raðið kjötinu í ofnskúffu og bakið við 220°C í 3-5 mín.

Berið kjötið fram með mangósalati og t.d. hrísgrjónum.

Mangósalat:
1 1/2 mangó, skrælt og skorið í þunnar sneiðar
1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
1/4 chili-aldin, smátt saxað
2 msk kóríander, smátt saxað
2 msk. límónusafi
1/2 tsk. salt
1 tsk hunang
2 msk. ólía

Blandið öllu vel saman

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift