Lambalærissneiðar með indversku kryddi

Girnileg uppskrift að hætti Matarklúbbsins.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 stk lambalærissneiðar
 1 msk koríanderfræ
 1 msk sinnepsfræ
 1 msk kúmenfræ
 2 msk turmeric
 4 þræðir saffran
 1 stk hvítlaukur
 Olía til steikingar
 1 haus brokkolí
 1 askja kjörsveppir
 1 dós kjúklingabaunir
 1 dós kókosmjólk
 2 tsk grænt karrý
 ½ búnt koríander

Leiðbeiningar

1

Setjið koríanderfræin og sinnepsfræin í mortel og merjið.
Bætið kúmenfræjunum út í og merjið áfram.
Blandið turmericinu og saffraninu saman við.
Skerið hvítlaukinn í tvennt og nuddið honum á kjötið.
Veltið kjötinu upp úr kryddblöndunni á annarri hliðinni.
Hitið olíu á pönnu.
Þegar pannan er orðin mjög heit steikið þá kjötið á kryddhliðinni þar til kjötsafinn kemur í gegn.
Snúið kjötinu við , slökkvið undir pönnunni og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.
Skerið brokkolíið gróft sem og sveppina.
Steikið grænmetið á sömu pönnu og kjötið.
Bætið baununum út á og steikið örlítið lengur.
Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna, skellið karrýinu líka út á og sjóðið niður þar til kókosmjólkin byrjar að þykkna.
Rífið koríanderinn niður og bætið út í.

Deila uppskrift