Lambalærissneiðar með grófri pestósósu

Lambalærissneiðar með grófri pestósósu
Pottur og diskur

Hráefni

 4 lærissneiðar
 3 msk. olía
 1 tsk. dijon-sinnep
 2 msk. sítrónusafi
 1 tsk. hunang
 salt
 nýmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Blandið öllu saman í skál og penslið létt yfir lærissneiðarnar.

2

Grillið í u.þ.b. 6 mínútur á hvorri hlið eðalengur allt eftir því hvort kjötið á að vera mikið eða lítið eldað.

3

Þegar kjötið er tilbúið setjið þá á disk, látiðálpappír yfir og látið kjötið jafna sig í a.m.k. 6-8 mínútur.

4

GRÓF PESTÓSÓSA:

5

1 búnt basilíka
1 dl steinselja
1 skalottlaukur
1 hvítlauksgeiri
1 rautt chili-aldin, fræhreinsað 50 g furuhnetur, ristaðar
3-4 ansjósuflök
1 msk. fersk græn piparkorn 2 msk. kapers
2 tsk. sítrónubörkur
3 msk. sítrónusafi
svartur nýmalaður pipar
1 dl ólífuolía

6

Setjið allt hráefnið nema olíuna í matvinnsluvél og blandið með hnífnum í u.þ.b. 10 sekúndur, bætið svo olíunni saman við í mjórri bunu í gegnum lokið þar til áferðin er orðin svipuð og á mynd.

7

Setjið lærissneiðarnar á disk og setjið sósuna yfir, berið fram með góðu salati og grilluðum kartöflum.

8
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​