Lambalæri

Uppskriftin er úr Grillblaði Gestgjafans vorið 2014. Umsjón: Theódór Smith  Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir  Myndir: Ernir Eyjólfsson

Pottur og diskur

Hráefni

 lambalæri á beini
 10 hvítlauksgeirar
 10 greinar af tímíani
 4 greinar af rósmaríni
 2 appelsínur, börkur
 2 msk. smjör
 ólífuolía
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Blandið kryddjurtum, appelsínuberki, smjöri, salti og pipar saman. Lambalærinu er svo pakkað inn í álpappír ásamt kryddblöndunni.

2

Grillið lærið á vægum hita, u.þ.b. 160°C (sniðugt er að setja það á efri grindina ef þið eruð með þannig grill). Grillið í 1 ½ – 2 klst. í lokuðu grilli, ekki gleyma að snúa því reglulega.

3

Þegar lærið er gegneldað er það tekið úr álpappírnum. Penslið grillið með olíu og leggið lærið á það í 6-10 mín. á hvorri hlið til að fá fallegar grillrendur í kjötið. Þarna er gott að hafa háan hita.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Theódór Smith Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson

Deila uppskrift