Lambalæri

Uppskriftin er úr Grillblaði Gestgjafans vorið 2014. Umsjón: Theódór Smith  Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir  Myndir: Ernir Eyjólfsson

Pottur og diskur

Hráefni

 lambalæri á beini
 10 hvítlauksgeirar
 10 greinar af tímíani
 4 greinar af rósmaríni
 2 appelsínur, börkur
 2 msk. smjör
 ólífuolía
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Blandið kryddjurtum, appelsínuberki, smjöri, salti og pipar saman. Lambalærinu er svo pakkað inn í álpappír ásamt kryddblöndunni.

2

Grillið lærið á vægum hita, u.þ.b. 160°C (sniðugt er að setja það á efri grindina ef þið eruð með þannig grill). Grillið í 1 ½ – 2 klst. í lokuðu grilli, ekki gleyma að snúa því reglulega.

3

Þegar lærið er gegneldað er það tekið úr álpappírnum. Penslið grillið með olíu og leggið lærið á það í 6-10 mín. á hvorri hlið til að fá fallegar grillrendur í kjötið. Þarna er gott að hafa háan hita.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Theódór Smith Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​