Lambalæri með broddkúmen og chili
papriku, chili og appelsínu
- 2 klst
- 6-8
Hráefni
Lambalæri
1,5 kg. lambalæri á beini
½ dl. olía
1 tsk. broddkúmen (e. Cummin)
1 tsk. paprikuduft
2 hvítlauksrif, maukuð í hvítlaukspressu
2 appelsínur, rífið börkinn af og skerið síðan í fernt
2 tsk. salt
1 ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
2 msk. fersk basilíka, grófsöxuð
Bakað grasker, maís og paprika
1 grasker, skrælt og korið í grófa báta,
2 rauð chili
1 rauð paprika, skorin til helminga
2 maísstönglar, skornir í fjóra bita
2 msk. smjör
Salt og nýmulinn pipar
Leiðbeiningar
Lambalæri, grænmeti og sósa
1
Ofureinföld uppskrift þar sem allt er eldað í sama bakkanum eða ofnpotti.
Hitið ofn í 200°C. Blandið olíu, broddkúmeni, paprikudufti, rifnum berki af appelsínum, salti og pipar í skál og penslið vel yfir allt lærið.
2
Látið lærið og restina af hráefninu í steikarpott eða á ofnbakka og eldið allt saman í 15 mínútur, takið lærið út og ausið soðinu vel yfir. Lækkið hitann í 120°C og eldið áfram í 1-1½ klst. Ausið soðinu annað slagið yfir kjötið. Takið út og látið jafna sig í u.þ.b. 15 mínútur, setjið álpappír yfir á meðan. Sáldrið saxaðri basilíku yfir áður en lærið er borið fram.
3
Berið fram með soðsósunni úr ofnskúffunni, bragðbætið og þykkið eftir þörfum.
Meðlæti
4
Allt grænmetið er skorið gróft kryddað og sett með lærinu í eldun.