Lambalæri í einiberja- og bláberjalegi

Lambalæri í einiberja- og bláberjalegi
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 

Einiberja- og bláberjalögur:

 15 einiber, grófmulin
 2-3 msk. bláberja- eða brómberjasulta
 2 tsk. fersk tímíanlauf eða 1 tsk. þurrkuð
 1 tsk. worchestershire-sósa
 2 msk. berja- eða balsamedik
 1 msk. hunang
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1 tsk. salt
 3 msk. gin (mál sleppa)
 1 ½ dl olía

Leiðbeiningar

1

Setjið allt nema olíu í skál og pískið vel saman.

Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og hrærið vel á meðan.

Setjið lærið og hjúplöginn í plastpoka og veltið lærinu vel upp úr leginum.

Geymið í kæli í 2-48 klst.

Strjúkið þá það mesta af lærinu og geymið löginn.

Grillið við lágan hita með lokið á grillinu í 1-1 ½ klst.

Snúið kjötinu reglulega.

Penslið kjötið með restinni af hjúpnum öðru hverju síðustu 10 mín.

Berið kjötið fram með t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​