Lambalæri í einiberja- og bláberjalegi

Lambalæri í einiberja- og bláberjalegi
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 

Einiberja- og bláberjalögur:

 15 einiber, grófmulin
 2-3 msk. bláberja- eða brómberjasulta
 2 tsk. fersk tímíanlauf eða 1 tsk. þurrkuð
 1 tsk. worchestershire-sósa
 2 msk. berja- eða balsamedik
 1 msk. hunang
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1 tsk. salt
 3 msk. gin (mál sleppa)
 1 ½ dl olía

Leiðbeiningar

1

Setjið allt nema olíu í skál og pískið vel saman.

Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og hrærið vel á meðan.

Setjið lærið og hjúplöginn í plastpoka og veltið lærinu vel upp úr leginum.

Geymið í kæli í 2-48 klst.

Strjúkið þá það mesta af lærinu og geymið löginn.

Grillið við lágan hita með lokið á grillinu í 1-1 ½ klst.

Snúið kjötinu reglulega.

Penslið kjötið með restinni af hjúpnum öðru hverju síðustu 10 mín.

Berið kjötið fram með t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila uppskrift