Lambalæri „garam masala“ með jógúrtsósu

Lambakjöt er hátíðamatur og hægt að bera fram á ýmsa vegu.  Uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í hátíðarblaði Gestgjafans í desember 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 4 dl hreint jógúrt
 2-3 tsk. garam masala
 1 tsk. kummin
 1 msk. kóríander, steytt
 1 laukur
 1 dl möndluspænir
 5 cm engiferrót, skræld
 5 hvítlauksgeirar
 1/2 chili-aldin, fræhreinsað

Leiðbeiningar

1

Skerið alla fitu af lambalæri og setjið það í eldfast mót.

Setjið allt annað hráefni í matvinnsluvél og maukið vel.

Hellið maukinu yfir lambalærið og hyljið vel með plastfilmu.

Geymið í kæli yfir nótt.

Steikið lærið í ofni við 120°C í 2-2 1/2 klst.

Skraut:
4-5 kanilstangir
1 msk. rúsínur
1 msk. möndluspænir
1 tsk. kardimommur

Skreytið lærið með kanil, rúsínum, möndlum og kardimommum og hækkið hitann á ofninum í 190°C í 10 mín.

Berið lærið fram með jógúrtsósunni úr ofnskúffunni, hrísgrjónum og grænmeti.

Ef ykkur þykir sósan of þykk má þynna hana með hreinu jógúrti eða ab-mjólk.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift