Lambalæri „garam masala“ með jógúrtsósu

Lambakjöt er hátíðamatur og hægt að bera fram á ýmsa vegu.  Uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í hátíðarblaði Gestgjafans í desember 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 4 dl hreint jógúrt
 2-3 tsk. garam masala
 1 tsk. kummin
 1 msk. kóríander, steytt
 1 laukur
 1 dl möndluspænir
 5 cm engiferrót, skræld
 5 hvítlauksgeirar
 1/2 chili-aldin, fræhreinsað

Leiðbeiningar

1

Skerið alla fitu af lambalæri og setjið það í eldfast mót.

Setjið allt annað hráefni í matvinnsluvél og maukið vel.

Hellið maukinu yfir lambalærið og hyljið vel með plastfilmu.

Geymið í kæli yfir nótt.

Steikið lærið í ofni við 120°C í 2-2 1/2 klst.

Skraut:
4-5 kanilstangir
1 msk. rúsínur
1 msk. möndluspænir
1 tsk. kardimommur

Skreytið lærið með kanil, rúsínum, möndlum og kardimommum og hækkið hitann á ofninum í 190°C í 10 mín.

Berið lærið fram með jógúrtsósunni úr ofnskúffunni, hrísgrjónum og grænmeti.

Ef ykkur þykir sósan of þykk má þynna hana með hreinu jógúrti eða ab-mjólk.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​