Lambakótilettur með timjani og sítrónusafa

Lambakótilettur grillaðar að grískum hætti, kryddaðar með sítrónusafa, timjani og ólífuolíu. Með þeim væri tilvalið að bera fram grískt salat, eða þá franskar kartöflur og grænt salat.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 –12 lambakótilettur, helst fremur þykkar
 3 msk ólífuolía
 nýkreistur safi úr 0.5 sítrónu
 2 msk ferskt timjan, saxað, eða 1.5 tsk þurrkað
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Kótiletturnar e.t.v. fitusnyrtar. Olía, sítrónusafi, timjan, pipar og salt þeytt eða hrært saman og kótiletturnar penslaðar vel með blöndunni. Látnar standa við stofuhita í allt að 1 klst, eða lengur í kæli. Grillið hitað og kótiletturnar grillaðar við nokkuð góðan hita þar til þær eru hæfilega steiktar (u.þ.b. 10 mínútur, eða eftir smekk). Snúið einu sinni.

Deila uppskrift