Lambakótilettur með ólífum og pasta

Það er kannski ekki alvanalegt að bera fram pasta með lambakótelettum en í uppskriftinni sem hér kemur á þetta tvennt þó einkar vel saman. Ólífurnar og sítrónusafinn gefa kótilettunum gott bragð.

Pottur og diskur

Hráefni

 12-16 lambakótilettur
 2 msk ólífuolía
 1 msk ferskt timjan, saxað
 nýmalaður pipar
 salt
 400 g tagliatelle
 100 g svartar ólífur, steinlausar
 0.5 sítróna
 50 g smjör, bráðið
 hnefafylli af steinselju, saxaðri

Leiðbeiningar

1

Fitusnyrtið kótiletturnar dálítið, penslið þær með olíu og kryddið þær með timjani, pipar og svolitlu salti (munið að ólífurnar eru saltar). Hitið vatn í stórum potti, saltið og sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, eða þar til það er rétt tæplega meyrt. Hitið afganginn af olíunni á pönnu og steikið kótilettur við góðan hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Setjið ólífurnar á pönnuna um 1 mínútu eftir að búið er að snúa kótilettunum. Hellið pastanu í sigti og látið renna vel af því. Hvolfið því síðan í skál, hellið bráðnu smjöri yfir og blandið steinseljunni vel saman við. Takið pönnuna af hitanum, kreistið sítrónusafa yfir kótiletturnar og berið fram með pastanu.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​