Lambakótilettur í raspi

Lambakótilettur í raspi
Pottur og diskur

Hráefni

 12 lambakótilettur
 1 egg
 3 msk mjólk
 1 bolli þurr brauðmylsna
 nýmalaður pipar
 salt
 75 g smjör eða smjörlíki

Leiðbeiningar

1

Kótiletturnar þerraðar, hluti af fitunni e.t.v. skorinn burt (einkum af rifinu) og barðar létt með buffhamri.

2

Egg og mjólk léttþeytt saman og brauðmylsnan krydduð með pipar og salti.

3

Smjörið brætt á stórri, þykkbotna pönnu.

4

Kótilettum velt upp úr eggjablöndunni og síðan brauðmylsnunni.

5

Kótiletturnar eru brúnaðar á báðum hliðum við góðan hita en síðan er hitinn lækkaður og kótiletturnar steiktar áfram við hægan hita í 8-10 mínútur. Snúið einu sinni. Þá eru þær teknar af pönnunni og raðað á heitt fat.

6

Bræðið meira smjör á pönnunni og berið fram með soðnum kartöflum

Deila uppskrift