Lambakótilettur í raspi

Lambakótilettur í raspi
table with empty plate, a knife and fork onto a napkin and a small bowl with salt in it

Hráefni

 12 lambakótilettur
 1 egg
 3 msk mjólk
 1 bolli þurr brauðmylsna
 nýmalaður pipar
 salt
 75 g smjör eða smjörlíki

Leiðbeiningar

1

Kótiletturnar þerraðar, hluti af fitunni e.t.v. skorinn burt (einkum af rifinu) og barðar létt með buffhamri.

2

Egg og mjólk léttþeytt saman og brauðmylsnan krydduð með pipar og salti.

3

Smjörið brætt á stórri, þykkbotna pönnu.

4

Kótilettum velt upp úr eggjablöndunni og síðan brauðmylsnunni.

5

Kótiletturnar eru brúnaðar á báðum hliðum við góðan hita en síðan er hitinn lækkaður og kótiletturnar steiktar áfram við hægan hita í 8-10 mínútur. Snúið einu sinni. Þá eru þær teknar af pönnunni og raðað á heitt fat.

6

Bræðið meira smjör á pönnunni og berið fram með soðnum kartöflum

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​