Lambakóróna með parmesanosti

Lambakórónan með parmasenosti er hörkuréttur fyrir þá sem vilja bragðríkan grillmat sem er einfalt og fljótlegt að elda.

Pottur og diskur

Hráefni

 
 • 4 lambafille, helst á beini og fituhreinsuð (lambakórónur)
 •  
 • 1 væn lúka myntulauf
 •  
 • 1 búnt steinselja
 •  
 • 5 hvítlauksgeirar
 •  
 • 1 dl furuhnetur
 •  
 • 1 dl parmesanostur
 •  
 • 5 dl brauðrasp, helst heimatilbúið
 •  
 • 1 sítróna (rífið niður börkinn og pressið safann)
 •  
 • 1 dl ólífuolía
 •  
 • Salt og pipar
 •  
 • Fersk bergmynta
 • Leiðbeiningar

  1

  Blandið í þykkt mauk í matvinnsluvél: Myntu, steinselju, furuhnetum, hvítlauk, safanum úr sítrónunni og berkinum ásamt klípu af salti og pipar. Bætið ólífuolíunni saman við og þá parmesanostinum.

  2

  Smyrjið maukinu á fille-stykkin og veltið þeim síðan upp úr brauðraspinu þar til það hylur stykkin nær alveg.

  3

  Grillið á óbeinum hita undir loki í um tíu til fimmtán mínútur og stráið ferskri bergmyntu yfir í lokin.

  4

  Gott er að hafa ferskt grænmeti með.

  5

  Uppskrift fengin af vinotek.is

  Deila uppskrift

  Share on facebook
  Share on twitter
  Share on pinterest

  Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​