Lambakorma með apríkósum
Ekta indverskt lambakorma, kryddað með ilmríku og sterku kryddi og látið malla með tómötum og apríkósum. Réttur fyrir fólk sem vill alvöru indverskt bragð.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Kjötið skorið í fremur stóra bita, 3-4 cm á kant, og sett í skál. Annar laukurinn saxaður og settur í matvinnsluvél eða blandara ásamt hvítlauk, chili og vatni. Vélin látin ganga þar til komið er nokkuð slétt mauk. Þá er kryddinu þeytt saman við. Helmingnum af kryddblöndunni hellt yfir kjötið í skálinni, hrært og látið standa í klukkutíma við stofuhita. Olían hituð á þykkbotna pönnu eða í víðum potti. Hinn laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og látinn krauma við meðalhita þar til hann er glær og meyr. Þá er afganginum af kryddblöndunni hellt á pönnuna, hrært stöðugt og látið krauma við meðalhita þar til olían fer að skilja sig frá hinu. Kjötinu bætt á pönnuna, saltað og látið krauma í nokkrar mínútur. Tómötunum hellt yfir ásamt leginum úr dósinni, hrært, lok sett á pönnuna og látið malla við mjög hægan hita í um 1 klst. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt út í ef þarf. Að lokum er apríkósunum hrært saman við ásamt edikinu og látið malla í um 15 mínútur í viðbót. Smakkað til, skreytt með kóríanderlaufi og borið fram með soðnum hrísgrjónum eða léttkrydduðu hrísgrjónapílafi.