Lambakoftas á spjóti

með flatbrauði, hummus og rauðkálshrásalati
lambakoftas með flatbrauði og hummus

Hráefni

Lambakoftas
 500 g lambahakk
 1 lítill laukur, saxaður smátt
 2 msk. kóríander, saxað smátt
 2 msk. steinselja, söxuð smátt
 2 tsk. kummin
 1 tsk. paprika
 1 tsk. kanill
 ½ tsk. chili-duft
 ¼ tsk. sjávarsalt
 8 löng grillspjót, lögð í bleyti í 30 mín. ef notuð eru tréspjót
 1 msk. ólífuolía
 flatbrauð eða pítubrauð, til að bera fram með
 hummus, til að bera fram með
 ½ sítróna, skorin í báta
 ¼ hnefafylli myntulauf
 1 uppskrift rauðkálshrásalat
Rauðkálshrásalat
 150 g majónes
 50 g jógúrt
 2 tsk. sítrónusafi
 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 200 g rauðkál, kjarnhreinsað og skorið mjög þunnt
 1 gulrót, afhýdd og rifin niður
 1 msk. steinselja

Leiðbeiningar

Lambakoftas
1

Setjið lambahakk í stóra skál ásamt lauk, kóríander, steinselju, kummin, papriku, kanil, chili-dufti og salti.

2

Blandið öllu vel saman, hér er best að nota hendurnar. Skiptið hakkinu yfir í átta jafna hluta, bleytið hendurnar örlítið og mótið kúlur úr hakkinu. Mótið kúlurnar í u.þ.b. 10 cm langar lengjur.

3

Stingið grillspjóti inn í miðjuna á hverri lengju, leggið á bakka og kælið í 1 klst. Hér er einnig hægt að kæla kjötið í allt að einn sólahring áður en það er eldað. Takið kjötið út 30 mín. áður en það er eldað.

4

Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita.

5

Penslið ólífuolíu yfir kjötið og eldið í u.þ.b 8 mín. Snúið kjötinu við á 2 mín. fresti

6

Berið fram með flatbrauði eða pítubrauði, hummus, sítrónubátum, myntulaufum og rauðkálshrásalati.

Rauðkálshrásalat
7

Setjið majónes, jógúrt, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauk í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast vel.

8

Setjið rauðkál, gulrót og steinselju í skál og blandið saman.

9

Hrærið sósunni saman við og kælið þar til fyrir notkun.

Deila uppskrift