Lambakjötssúpa með tómötum og gulrótum

Í þessa súpu má auðvitað nota súpukjöt en ekki er síðra að nota kjöt af lambaframhrygg, sem er úrbeinað og fituhreinsað að nokkru leyti og síðan skorið í minni bita. Beinin má svo nota til að búa til gott lambasoð sem haft er sem grunnur í kjötsúpuna.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambakjöt, t.d. framhryggjarsneiðar
 1 msk. olía
 250 g gulrætur
 1 dós tómatar, heilir
 1 tsk. herbes de provence eða ítölsk kryddjurtablanda
 nýmalaður pipar
 salt
 8 dl lambasoð (sjá uppskrift)
 basilíkublöð

Leiðbeiningar

1

Takið kjötið af beinunum (notið þau til að gera soðið) og fitusnyrtið það e.t.v. eitthvað ef þarf. Skerið það í gúllasbita og geymið í kæli þar til soðið er tilbúið. Hitið olíuna í víðum potti og brúnið kjötið vel. Skerið gulræturnar í ræmur eða bita og setjið út í ásamt tómötunum og safanum úr tómatdósinni. Kryddið með kryddjurtablöndu, pipar og salti. Mælið soðið, bætið við vatni ef þarf til að það nái 8 dl, hellið því yfir og hitið að suðu. Látið malla við hægan hita undir loki í 50-60 mínútur, eða þar til kjötið er vel meyrt. Smakkið þá súpuna, bragðbætið með pipar og salti eftir þörfum, stráið saxaðri basilíku yfir og berið fram.

Deila uppskrift