Lambakjötssalat með tómötum og gúrkusósu
Einkar girnilegt lambakjötssalat sem tilvalið er að bera fram sem aðalrétt en getur reyndar einnig verið forréttur fyrir marga eða smáréttur í veislu. Miðað er við að það sé borið fram heitt eða volgt en það má líka bera það fram kalt.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C. Skerið tómatana í tvennt, skafið fræin úr þeim og raðið þeim síðan á grind sem höfð er yfir ofnskúffu; látið skurðflötinn snúa upp. Blandið saman söxuðum hvítlauk, oregano, pipar og salti og stráið yfir. Dreypið 1-2 msk af ólífuolíu yfir tómatana og bakið þá í miðjum ofni í 50-60 mínútur, eða þar til þeir eru farnir að brúnast á jöðrum og þorna ögn. Skerið á meðan gúrkuna í mjög litla teninga og hrærið þeim saman við skyr, saxaða mintu, hunang, cayennepipar, pipar og salt. Hrærið 2-3 msk af ólífuolíu saman við, bragðbætið eftir smekk og látið standa í kæli. Takið tómatana út þegar þeir eru tilbúnir og haldið þeim heitum. Hitið 1 msk af olíu á pönnu, kryddið lambakjötið með timjani, pipar og salti og steikið það við góðan hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk. Látið það bíða smástund og skerið það síðan í sneiðar á ská. Setjið tómatana á fat, dreifið kjötinu yfir og ausið dálitlu af sósunni þar yfir. Skreytið e.t.v. með mintulaufi og berið afganginn af sósunni fram með.