Lambakjötssalat með kirsuberjatómötum

Sannkallað sumarsalat sem tilvalið er að bera fram sem léttan hádegisverð á fallegum sumardegi en getur líka alveg gengið sem forréttur - líka um miðjan vetur.

Pottur og diskur

Hráefni

 300 g kinda- eða lambahryggvöðvi (fillet), án pöru og fitu
 2 msk. rauðvínsedik
 2 msk. balsamedik
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt eða pressaður
 2 msk. ólífuolía
 250 g kirsiberjatómatar
 nýmalaður pipar
 salt
 1 poki klettasalatsblanda eða önnur salatblöð
 3 msk. basilolía (eða ólífuolía og nokkur basilblöð)
 1 msk. pistasíuhnetur, saxaðar (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið í 2-3 bita. Hrærið saman í skál rauðvínsediki, balsamediki og hvítlauk, setjið kjötið út í og látið standa í a.m.k. hálftíma. Snúið kjötinu öðru hverju. Hitið á meðan ofninn í 220°C. Dreifið kirsiberjatómötunum á pappírsklædda bökunarplötu eða í eldfast fat, ýrið 1 msk. af olíu yfir og kryddið með pipar og salti. Setjið í ofninn í um 10 mínútur, eða þar til tómatarnir eru farnir að taka lit og eru alveg meyrir í gegn. Takið þá út og látið kólna. Takið kjötið síðan upp úr kryddleginum og þerrið það létt með eldhúspappír en geymið löginn. Kryddið kjötið með pipar og salti. Hitið 1 msk. af olíu á pönnu og steikið kjötið við fremur háan hita í um 2 mínútur á hvorri hlið (fyrir kjöt sem er rautt í miðju). Takið það af hitanum og látið bíða nokkra stund. Hellið kryddlegi og basilolíu á heita pönnuna og látið standa smástund. Dreifið salatblöðunum á fat. Skerið kjötið á ská í mjög þunnar sneiðar og dreifið því yfir salatið ásamt tómötunum. Hellið vökvanum af pönnunni yfir og dreifið e.t.v. söxuðum pistasíuhnetum yfir allt saman.

fillet filet fille file

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​