Lambakjötsréttur með appelsínum og eggaldini

Einfaldur en fremur óvenjulega samsettur ofnréttur, ættaður frá Ítalíu. Bera má réttinn fram með appelsínubátunum eða fjarlægja þá áður en hann er settur á borðið.

Pottur og diskur

Hráefni

 700-800 g lambakjöt í sneiðum, t.d. lærissneiðar eða framhryggur
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk. olía
 1 laukur, saxaður
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 300 g gulrætur
 2 msk. rauðvínsedik (eða 1 msk. rauðvíns- og 1 msk. balsamedik)
 1pelsína
 1ið eggaldin
 3-4 tómatar

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 200°C. Hreinsið e.t.v. fitu af kjötinu og kryddið það með pipar og salti. Hitið 1 msk. af olíu á pönnu og brúnið kjötið á báðum hliðum. Takið það svo af pönnunni og setjið á disk en bætið 1 msk. af olíu á pönnuna, lækkið hitann og látið laukinn og hvítlaukinn krauma í nokkrar mínútur. Skerið gulræturnar í bita og bætið út í. Látið krauma í 2-3 mínútur í viðbót en hellið svo edikinu á pönnuna. Raðið kjötinu ofan á (ef pannan þolir að fara í ofninn; annars er öllu hellt í eldfast fat sem búið er að hita og kjötinu síðan raðað ofan á). Skerið appelsínuna í báta, kreistið svolítinn safa úr hverjum þeirra yfir kjötið og raðið þeim á milli kjötbitanna. Skerið eggaldinið í nokkuð stóra bita og tómatana í fjórðunga og raðið þeim einnig á milli. Stráið pipar og salti yfir. Setjið lok á pönnuna eða leggið álpappír yfir og setjið í ofninn í 35-45 mínútur, eða þar til allt grænmetið er vel meyrt. Fjarlægið e.t.v. lokið síðustu 10 mínúturnar. Smakkið soðið og bragðbætið ef þarf.

Deila uppskrift