Lambakjötsréttur frá Túnis

Lambakjöts-tagine frá Túnis. Sítrónusneiðarnar gefa ótrúlega mikið bragð þótt þær séu ekki settar út í fyrr en skammt er eftir af eldunartímanum. Uppskriftin miðast við að rétturinn sé eldaður í ofni en auðvitað færi best á að elda hann í tagine (norður-afrískur leirpottur af sérstakri gerð).

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lamba- eða kindakjöt, beinlaust, t.d. innanlærvöðvi
 1 msk. harissa
 1 tsk. kummin
 1 tsk. salt
 3 dl vatn
 1 laukur
 3-4 tómatar, þroskaðir
 3-4 grænar paprikur
 700 g kartöflur
 2 msk. ólífuolía
 1 sítróna

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C. Skerið kjötið í stóra bita og setjið þá í eldfast fat eða pott sem má fara í ofninn. Blandið saman harissa-mauki, kummini, salti og vatni og hellið yfir. Skerið laukinn í sneiðar eða bita og tómatana í þykkar sneiðar. Fræhreinsið paprikurnar og skerið þær í bita. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í 2-4 hluta ef þær eru stórar. Dreifið öllu grænmetinu yfir kjötið, ýrið olíu yfir allt saman, leggið lok yfir og setjið í ofninn í 1 1/2 klst. Skerið þá sítrónuna í þunnar sneiðar og raðið þeim ofan á. Hækkið hitann og steikið kjötið í 10-15 mínútur í viðbót. Berið fram með kúskús.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​